Aðstoð
Ef þú hefur tekið þá ákvörðun að reyna að vera vegan og þarft aðstoð til að læra hvernig sé best að gera það, þá ertu á réttum stað!
Það getur virkað erfitt fyrst um sinn, en það er ekki erfitt eftir að þú hefur lært nokkra hluti og valið nýja ávana, það er ógrynni af hópum og vinalegu fólki tilbúið að styðja við nýtt vegan fólk.
Ef þú þarft aðstoð sem er staðbundin, láttu okkur vita í gegnum „hafa samband“ flipann okkar og við munum gera okkar besta til að koma þér í samband við vegan fólki í þínu nágrenni.
Main links
Challenge 22+
Virkilega vinaleg leið full af stuðning til að læra að vera vegan í 3 vikur. Nýr stuðnings hópur byrjar í hverri viku, í hópnum munt þú hafa aðgang að leiðbeinendum og næringarráðgjöf frá skráðum næringarfræðingum. (Athugið að það þarf að vera með Facebook aðgang).
Vegan Iceland App
Snilldar app sem gerir þér kleift að finna veitingarstaði á Íslandi sem bjóða upp á vegan valkosti!
Samtök grænkera á Íslandi
Samtök grænkera á Íslandi eða „The Icelandic Vegan Society“ er með gagnlegar upplýsingar á síðunni sinni, við mælum einnig með að fylgja þeim á facebook þar sem þau standa að allskonar skemmtilegum viðburðum fyrir vegan fólk, svo sem Pálínuboð, Veganúar og Veganfestival.
Go Vegan World leiðbeiningar
Ókeypis leiðbeiningar til að koma þér af stað í grunn veganisma, með hagnýtum upplýsingum sem þú þarft til að gera breytingarnar í innkaupum og lífi.
Happy Cow Appið
App til að finna vegan mat um allan heim á veitingarstöðum og búðum, snilld fyrir vegan fólk á ferð um heiminn!
Vegan Ísland Facebook hópur
Facebook hópurinn Vegan Ísland, athugið að það þarf að svara spurningum til að komast inn í hópinn og hafa facebook reikning.
Grænkerar
Glæný Íslensk uppskriftarsíða með virkilega skemmtilegri uppsetningu, gerir þér kleyft að merkja við þegar þú verslar í búðinni innihaldsefnin eða þegar þú bætir þeim við réttinn.
Veganistur
Frábær síða með fjölbreyttum réttum, margar hverjar klassískar Íslenskar uppskriftir sem búið er að veganvæða.