Dýrin
Dýr eru vitibornar verur sem hafa getuna til að upplifa ánægju, gleði og geta myndað tengsl við önnur dýr, þar á meðal manneskjur. Líf dýra eru þeim jafn mikils virði og þitt líf er þér.
En dýr, rétt eins og við geta einnig upplifað þjáningu og hræðslu. Dýr sem eru notuð til framleiðslu varnings handa manneskjum lifa stuttu, hrottalegu lífi, fullu af sársauka og eymd.
Flest fólk horfir fram hjá þessum raunveruleika, því það er erfitt að gangast við þessu. En með því að vera hér hefur þú tekið fyrstu skrefin í að opna augun fyrir sannleikanum um það hvernig við mismunum dýrum í þjóðfélaginu.
Main links
Dominion (heimildarmynd, 2018)
Heimildarmynd í fullri lengd sem afhjúpar sannleikan um dýraeldisiðnaðinn.
Dairy is Scary
Stutt (5 mínútna) myndband sem útskýrir veruleikann í mjólkuriðnaðinum.
Land of Hope and Glory (Heimildarmynd 2017)
Heimildarmynd frá 2017, sem sýnir falinn sannleika dýraafurðaframleiðslu í Bretlandi. Sýnir frá földum myndavélum í um það bil 100 verksmiðjubúum um allt Bretland.
Earthlings (heimildarmynd, 2005)
Heimildarmynd í fullri lengd, Earthlings inniheldur myndskeið tekin upp með földum myndavélum og sýna hversdagsleika í stærsta iðnaði heimsins.
101 Reasons to go Vegan
Skemmtilegur og forvitnilegur fyrirlestur um siðferðislegar lausnir og heilsusamlegann ávinning af veganisma eftir James Wildman frá ,,the Animal Rights Foundation" í Flórída.
Hugvekja um neyslu dýraafurða
15 mínútna myndband sem sýnir aðbúnað dýra í dýraafurðaframleiðslu á Íslandi.
Málið 1. hluti
Málið með Sölva Tryggvasyni þar sem hann skoðar kjötframleiðslu Íslendinga.
Málið 2. hluti
Málið með Sölva Tryggvasyni þar sem hann skoðar kjötframleiðslu Íslendinga.
Gary Yourofsky
Fyrirlestur fluttur af Gary Yourofsky, dýraréttindar aðgerðarsinna í yfir 20 ár, þessi fyrirlestur hefur fengið titilinn ,,Besti fyrirlestur sem þú munt heyra"
Philip Wollen
Á pallborðs umræðunum ,,should we leave animals off the menu" þá flutti Philip Wollen þessa áhrifaríku ræðu.
Melanie Joy & Kjöthyggja
Sálfræðingurinn Melanie Joy flytur þennan forvitnilega fyrirlestur og kynnir fyrir okkur hugtakið Kjöthyggja. Þessi fyrirlestur er fáanlegur með Íslenskum texta.
The Ostrich Effect - Ed Winters
The Ostrich Effect: The truth we hide from ourselves flutt af Ed Winters, einnig þekktur sem Earthling Ed, góður fyrirlestur um það afhverju gott, gáfað og rökrétt fólk stingur höfðinu í sandinn þegar það sér sannleikann svartann á hvítu.
Carl Safina
Hvað eru dýrin að hugsa og upplifa og afhverju skiptir það máli?
stundin.is
Reynslusaga frá fyrrum starfsmanni kjúklingabús
Fyrrum starfsmaður Reykjabús segir frá hvernig fuglar voru aflífaðir með útblæstri úr bíl.
stundin.is
Frásögn úr kjúklingabúi á Íslandi
Tveir fyrrum starfsmenn Reykjabús lýsa hvernig reynt var að drepa fugla en það hafi tekið a.m.k. sólarhring fyrir þá að deyja með þessum hætti.