Vegan Lífið

Umhverfið

Ein áhrifaríkasta leiðin til að minnka kolefnissporið okkar er að forðast allar dýraafurðir.

Framleiðsla kjöts og annara dýraafurða leggur þungar byrðar á umhverfið - allt frá ræktunarlandi og vatni sem þarf til að fæða dýrin til flutnings og annarra slíkra þátta.

Það óhemju magn af fóðri (korni) sem þarf til kjötframleiðslu er verulega stór valdur að eyðingu regnskóganna, heimkynnamissi villtra dýra og útrýmingu villtra dýra - Í Brasilíu einni saman, er jafngildi 23.000 milljón ferkílómetrum af landi notað til að rækta soya baunir sem fara beint í að fæða dýr í Evrópu.

Töluvert minna vatn og landsvæði þarf til að viðhalda manneskju á vegan mataræði. Við höfum talsvert vald þegar við tökum ákvarðanir í daglegu amstri - og að skipta yfir í vegan lífstíl er ein auðveldasta og áhrifaríkasta leiðin til að minnka áhrif okkar á umhverfið.