Umhverfið
Ein áhrifaríkasta leiðin til að minnka kolefnissporið okkar er að forðast allar dýraafurðir.
Framleiðsla kjöts og annara dýraafurða leggur þungar byrðar á umhverfið - allt frá ræktunarlandi og vatni sem þarf til að fæða dýrin til flutnings og annarra slíkra þátta.
Það óhemju magn af fóðri (korni) sem þarf til kjötframleiðslu er verulega stór valdur að eyðingu regnskóganna, heimkynnamissi villtra dýra og útrýmingu villtra dýra - Í Brasilíu einni saman, er jafngildi 23.000 milljón ferkílómetrum af landi notað til að rækta soya baunir sem fara beint í að fæða dýr í Evrópu.
Töluvert minna vatn og landsvæði þarf til að viðhalda manneskju á vegan mataræði. Við höfum talsvert vald þegar við tökum ákvarðanir í daglegu amstri - og að skipta yfir í vegan lífstíl er ein auðveldasta og áhrifaríkasta leiðin til að minnka áhrif okkar á umhverfið.
Main links
Cowspiracy
Fræddust um hvernig verksmiðjubúskapur er að útrýma náttúruauðlindum heimsins - og hvers vegna þetta vandamál hefur algjörlega verið hundsað af stærstu náttúruverndarsamtökum heims.
Fjallkonan hrópar á vægð
Er ekki Íslenska fjallalambið svo umhverfisvænt? Heimildarmynd um áhrif afrán sauðkindarinnar á Íslenska náttúru.
scientificamerican.com
Scientific American
Að segja að þér sé annt um umhverfið en vera ekki til í að breyta matarræðinu þínu er tvískinnungur. Grein skrifuð af Dylan Moon 21. maí, 2019
Ný rannsókn staðfestir að plöntumiðað fæði er best fyrir jörðina og fólk
,,Þessi tenging er raunveruleg og sterk og alls ekki skvaldur frá matar unnendum og umhverfissinnum... Tuttugu skammtar af grænmeti losa færri gróðurhúsalofttegundir en einn skammtur af nautakjöti."
Nýtt mat á matarframleiðslu og umhverfisáhrifum hennar.
,,Dýraafurðarlaust matarræði, þar afleiðandi, skilar sér í mun betri umhverfis ávinning heldur en að kaupa sjálfbært kjöt eða mjólkurvörur"
Mataræði og umhverfið: skiptir máli hvað þú borðar?
,,Við uppgötvuðum að mataræði með dýraafurðum skilar sér í meiri kostnaði fyrir umhverfið... Frá umhverfisverndar sjónarmiði, hvað fólk velur að borða, skiptir sköpum"
Að minnka umhverfisáhrifin af matarframleiðslu í gegnum framleiðendur og neytendur.
,,Áhrif þeirra dýraafurða sem hafa minnst áhrif á umhverfið eru gjarnan mun meiri en þau af grænmetis staðgenglum, þar af leiðandi eru það nýjar vísbendingar um mikilvægi þess að breyta um mataræði"
Að minnka umhverfisáhrifin af matarframleiðslu í gegnum framleiðendur og neytendur.
,,Áhrif þeirra dýraafurða sem hafa minnst áhrif á umhverfið eru gjarnan mun meiri en þau af grænmetis staðgenglum, þar af leiðandi eru það nýjar vísbendingar um mikilvægi þess að breyta matarræði sínu"
Reiknivél áhrifs matar á loftlagsbreytingar: Hvert er kolefnisspor þíns matarræðis?
,,Kjöt og aðrar dýraafurðir eru ábyrgar fyrir meira en helming af gróðurhúsalofttegundum tengdum mat, þrátt fyrir að vera aðeins 1/5 af kaloríum sem við borðum og drekkum."
iNews, janúar 2019
Ef við yrðum öll vegan myndu gróðurhúsa lofttegundir falla um meira en þriðjung
BBC Fréttaveitan, janúar 2019
,,Að framleiða glas af kúa mjólk veldur næstum þrisvar sinnum fleiri gróðurhúsa loftstegundum heldur en nokkur plöntu mjólk, samkvæmt rannsókn framkvæmd af Oxford háskólanum."
The Guardian, december 2018
,,Aragrúi af rannsóknum gefnar út síðastliðið ár sýna borðleggjandi viðurhlutamikil áhrif þess að borða kjöt, sérstaklega nautakjöt og svínakjöt, hefur á umhverfið með því að drífa áfram loftlagsbreytingar, menga landsvæði og vatnsfarvegi."
The Guardian, maí 2018
Að forðast kjöt og mjólkurvörur eru ,,eitt og sér áhrifamesta leiðin" til að minnka áhrif þín á jörðina
The Guardian, október 2017
Víðáttumiklar uppskerur af fóðri fyrir húsdýrin til að fullnægja kjöt þörfinni okkar eru að eyðileggja jörðina
CNN: Veljum vegan, björgum jörðinni
,,Stór valdur af loftlags hættuástandinu: matar fyrirkomulagið og valið sem við höfum daglega."
Livestock's Long Shadow
Skýrsla gefin út af sameinuðu þjóðunum frá 2006. ,,Framlag búpenings til umhverfis vandamála er gríðarmikið... Svo umfangsmikið að það þarf að takast á við það strax!"