Vegan Lífið

Dýrin

Dýr eru vitibornar verur sem hafa getuna til að upplifa ánægju, gleði og geta myndað tengsl við önnur dýr, þar á meðal manneskjur. Líf dýra eru þeim jafn mikils virði og þitt líf er þér.

En dýr, rétt eins og við geta einnig upplifað þjáningu og hræðslu. Dýr sem eru notuð til framleiðslu varnings handa manneskjum lifa stuttu, hrottalegu lífi, fullu af sársauka og eymd.

Flest fólk horfir fram hjá þessum raunveruleika, því það er erfitt að gangast við þessu. En með því að vera hér hefur þú tekið fyrstu skrefin í að opna augun fyrir sannleikanum um það hvernig við mismunum dýrum í þjóðfélaginu.