Linsubaunir

Linsubaunir eru frábærar og auðveldar í eldamennsku þar sem ekki þarf að leggja þær í bleyti deginum áður heldur hægt að setja beint í pott eða út í rétti og sjóða þar. Þessar litlu baunir sem koma í nokkrum litum og gerðum eru frábær næring sem hefur verið neytt af mannfólki í a.m.k. 8.500 ár. Þær nýtast frábærlega vel til að þykkja rétti og súpur fyrir þá sem kjósa að nota ekki mjöl eða sterkju.  Linsubaunir eru ekki bara næringarríkar heldur einnig trefjaríkar ásamt því að innihalda fólat, járn, pótassíum og eru mjög próteinríkar (til samanburðar 100g af linsum inniheldur sambærilegt prótein magn og 134g af nautakjöti) Einnig er vert að taka fram að linsur taka lengri tíma í að hækka blóðsykurinn heldur en sterkjur og eru góðar til viðhalda mettunar tilfinningu.

Puy Linsur

Stundum merktar sem grænar linsur en eru þykkri en grænar og ekki flatar, þær eru góðar í rétti þar sem þú vilt finna smá fyrir baununum þar sem þær maukast ekki eins auðveldlega. Auðvelt að skipta út fyrir brúnar linsur.

 

Brúnar Linsur

Eru áþekkar í lögun og Puy Linsur og því einnig góðar í rétti þar sem þú vilt finna smá fyrir baununum þar sem þær maukast ekki eins auðveldlega. Auðvelt að skipta út fyrir puy linsur.

 

Grænar Linsur

Flatar og ,,disk“ laga, flottar í baunadal eða einfaldlega til að þykkja súpur og  rétti þar sem þær maukast auðveldlega.

Hægt að skipta út fyrir rauðar linsur.

 

Rauðar Linsur

Flottar í baunadal eða einfaldlega til að þykkja súpur og  rétti þar sem þær maukast auðveldlega.

Hægt að skipta út fyrir Grænar linsur.

 

Kveðja Vigdís