Soyakjöt í hvítlauk & rauðvíni

Ég er búin að malla allskonar útgáfur af þessum rétt,
er eiginlega í miklu uppáhaldi hjá mér og því tilvalið að deila henni með ykkur,
er mjög bragðríkur réttur sem hefur verið vinsæll í pálínuboðum.

Soyakjöt í hvítlauk & rauðvíni

Hérna vafði ég honum innan í Phyllo deig, smurði með matarolíu og bakaði í ofni, fékk því aðeins meiri hátíðarbrag á hann.

INNIHALD MARÍNERING:

 • 2 tsk timjan
 • 1/2 tsk Rosemarín
 • 1 msk hvítlauksduft
 • 2 msk soyasósa
 • 2 msk Matarolía

INNIHALD:

 • 500-560g Soyakjöt
 • (Ég hef notað hreint Tzay, hreint Oumph! ásamt garlic & Thyme Oumph! með góðum árangri í þennan rétt).
 • Rauðvín (180mL)
 • 70g tómatpúrra
 • 350g gulrætur
 • 50g sellerí stilkar
 • 20g grænmetis kraftur
  (ég nota 2x Kallø grænmetis tening en hægt að skipta út fyrir svipað magn af öðrum grænmetiskraft)
 • 500mL Oatly matreiðslurjómi, (Kemur líka vel út einfaldlega með vatni í stað rjómanns)
 • 3-4 hvítlauks geirar (c.a. 15g)
 • 6 msk næringarger
 • 2 msk Maizenamjöl
 • 350g gulrætur
 • 50g sellerí stilkar
 • 200g skarlot laukur (rauðlaukur fínn, ef ekki finnst)
 • Kartöflur sem meðlæti

/></p>
<p align=LEIÐBEININGAR:

 • Saxa soyakjötið frekar smátt og setja í skál, hrærið hvítlauksduftinu, timjan og rósemarín saman við soyakjötið.
 • Pískið saman matarolíuna og soyasósuna, hellið yfir soyakjötið, hrærið vel saman og látið marínerast 30 mín c.a. tilvalið að undirbúa áfram á meðan.

 • Skerið gulrætur og sellerí frekar smátt og steikið á pönnu, hægt er að sleppa olíu hér og nota vatn þar sem það er olía í soyakjöti almennt og í maríneringunni, en einnig hægt að steikja grænmetið upp úr olíu, fer eftir smekk.

 • Skerið púrlauk fínt og bætið á pönnuna þegar gulræturnar eru farnar að mýkjast, pressið hvítlaukinn einnig út á, steikið þar til laukur verður örlítið glær.

 • Bætið soyakjöti út á og steikið í 1-2 mín, bætið svo rauðvíni og látið það sjóða niður.

 • Takið frá c.a. 1 dl af hafrarjómanum og setjið rest út á pönnuna ásamt næringargeri, tómatpúrru og grænmetiskraft.
 • Þegar rétturinn er farinn að malla bætið maísmjöli við dl af hafrarjómanum, hristið saman og bætið varlega út í réttinn meðan hann mallar til að þykkja.

Mér finnst gott að bera fram með kartöflumús, eða einfaldlega pakka inn í phyllo deig, ofbaka og bjóða upp á brúnaðarkarftöflur með ásamt sveppasósu.

Njótið vel,
Kveðja Vigdís

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *