Pönnukökur

Amerískar

INNIHALD:

 • 150g hveiti
 • 2 msk sykur
 • 2 tsk lyftiduft
 • 1/2 tsk salt
 • 300ml vatn
 • 1 msk olía

 

LEIÐBEININGAR:

 1. Sigtið hveitið, sykurinn, lyftiduftið og salitið í stóra skál. Þeytið vatnið, olíuna saman í minni skál.
 2. Gerðu holu í miðjuna á þurrefnunum og hellið vatninu og olíunni saman þar ofan í. Hrærið þar til það hefur blandast vel, athugið að degið verður kekkjótt.
 3. Hitið á pönnu með smá olíu á miðlungs til háum hita.
 4. Setjið degið á pönnuna með ausu, hitið þar til loftbólur myndast og endarnir þorna. Snúið við og eldið þar til hún verður gullinn á hinni hliðinni. Endurtakið með afganginn af deginu 🙂

 

Íslenskar / Crepés

INNIHALD:

 • 200gr Aqua faba (óþeyttur c.a. ein dós)
 • 1 tsk salt
 • 830gr Plöntumjólk
 • 380gr Hveiti

LEIÐBEININGAR:

 1. Blandið vel saman með handrærara.
 2. Prufið að steikja eina, ef að degið rennur ekki auðveldlega til um pönnuna þarf að þynna með meiri mjólk, bætið c.a. matskeið í einu við.
 3. Ef þær verða of ,,crispy” lækkið hitann aðeins.
 4. Ég bæti svo olíu í degið eftir þörfum, til að koma í veg fyrir að þær festist við pönnuna.

Verði ykkur að góðu,
Kveðja Sveinn