Mexikönsk súpa

Það eru allskonar útgáfur til af Mexikó súpum bæði vegan og með dýraafurðum, mér datt því í hug að deila minni útgáfu.

Þessi útgáfa er nú frekar einföld og hægt að grípa í hana frosið niðurskorið grænmeti úr frystunum í matvöruverlsunum.

INNIHALD – SÚPAN:

 • 1 L Plöntumjólk
 • (Ég nota bláa provamel soyamjólk, finnst hún gefa creamy áferð, en hvaða plöntumjólk sem er dugar fyrir þá sem ekki þola soya).
 • 1 krukka salsa sósa (250-300g)
 • 1 dós kókosmjólk
 • 1/2 msk Túrmeric
 • 1/2 msk Paprikuduft
 • 35g grænmetis kraftur
  (ég nota 1x Kallø grænmetis tening og 2x Kallø tómat tening, en hægt að skipta út fyrir svipað magn af öðrum grænmetiskraft)
 • 70g tómatpúrra
 • 1x laukur (100-150g)
 • 3-5 geirar Saxaður hvítlaukur (c.a. 35g)
 • 1 chilli (15g c.a.)
 • 3-5 límónulauf (lime leaves).
 • 1/2 tsk kóríanderfræ
 • 1 Rauð paprika (200g c.a.)
 • Matarolía til steikingar
  (má sleppa og nota smá vatn í staðin til að steikja uppúr).

INNIHALD – BÆTT VIÐ EFTIR AÐ SÚPAN ER TILBÚIN:

 • 1 dós Maísbaunir
 • 1 dós Kjúklingabaunir
 • 1 dós Pintobaunir eða svartbaunir
 • 1 Sæt kartafla (600g c.a.)
 • Matarolía, salt, timjan & hvítlauksduft á kartöfluna.

 

Hitið ofninn í 170°C á blæstri
(til að ofnbaka kartöfluna í teningum)

LEIÐBEININGAR:

 • Byrja á því að rista kóríanderfræin á meðalhita í potti, myl svo í mortéli.
 • Grænmetið saxað fínt, laukur, chilli, kóríanderfræin og hvítlaukur svitað í pottinum með matarolíu eða vatni.
 • Paprikunni bætt út í og steikt aðeins lengur.
 • Grænmetiskraft, púrru, túrmerik, paprikudufti, plöntumjólk, kókosmjólk, salsasósunni og límónulaufum bætt í pottinn.
 • Látið malla eins lengi og er tími fyrir, því lengur því betra. Súpan verður þykk þannig en ef það er lítill tími má stytta sér leið með að hrista saman smá maizenamjöl og kalda soyamjólk til að þykkja súpuna með.

 

Mér finnst gott að bæta ofan í súpuna ofnbakaða sæta kartöflu með smá olíu, timjan, hvítlauksdufti og salti ásamt baunum til að hún sé matarmeiri. Til eru frábærir vegan rjómaostar og sýrður rjómi sem hægt er að bera súpuna fram með ásamt tortilla flögum til að mylja yfir.

Njótið vel,
Kveðja Vigdís

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *