Heimagert Mayjónes

Verður að c.a. 250-300g

Gott er að hafa í huga að ekki öll plöntumjólk binds olíunni vel, lykilatriði hér er ertu prótein, soyabaunin er einmitt erta. Hægt er að nota t.d. safann af kjúklingabaunum (AquaFaba) sem eru einnig ertur eða af grænum ertum. En sem dæmi þá á Möndlumjólk það til að gera mayjónesið meira fljótandi og það skilur sig auðveldlega.

Ég persónulega vil hafa mayjónesið mitt hlutlaust og alls ekki of súrt, ég bæti & krydda svo til að fá aðrar sósur eins og sjá má neðst í uppskriftinni, en grunn mayjónesið mitt er mjög milt, okkurat eins og ég vil hafa það.

INNIHALD:

 • 100g Soya Mjólk
  (Ég nota Bláa Provamel sem er sætt með eplum ekki hvítum sykri)
 • 1/2 tsk salt
 • 1/5 – 1/4 tsk sinnepsduft (c.a. 1mL)*
 • 1/5 – 1/4 epla edik (c.a. 1mL)*
 • 1/5 – 1/4 tsk Laukduft (c.a. 1mL)
 • 2 tsk hreint hlynsýróp
 • 200g Matarolía

*Hægt er að skipta út eplaediki & sinnepsdufti fyrir tsk af dijon sinnepi.

 

LEIÐBEININGAR:

 1. Setjið plöntu mjólkina, saltið, sinnepsduftið, laukduftið, edikið & sýrópið í blandarann. Stillið blandarann á lítinn hraða og blandið.
 2. Hellið olíunni rólega ofan í á meðan blandarinn er enn í gangi.
 3. Setjið lokið aftur á og blandið þar til er kremkent og alveg stíft.
  Á sumum blöndurum þarf að stoppa og hrista og setja af stað nokkru sinnum, en í góðum blandara (2-3 hestöfl) þá verður það mjög stíft og flott með því að gera í einum rykk.

KOKTEILSÓSA:
Bæti við 4tsk af kartöfukryddi (ég nota frá Santa-María úr bónus það er vegan), eyk sinnepsduftið upp í 1/2 tsk og set c.a. 50g af tómatsósu.

REMÚLAÐI:
Bæti við 1tsk af túrmerik, 1- 2 msk af sætu sinnepi & söxuðum súrum gúrkum. Magn af gúrkum fer auðvitað eftir smekk en hefðbundin hlutföll eru 50/50.
Ég er hrifnust af ,,ORA agúrku salati“ fyrir þessa uppskrift, ég þerra gúrkurnar smá á tauþurku svo þær geri remúlaðið ekki of vatnskennt.

PÍTUSÓSA:
Bæti við 1-2 msk af ,,herbs de providence“ sem er frönsk kryddjurtarblanda oftast samansett úr Blóðbergi (timían), kjarrmyntu (oregano), Sædögg (Rósmarín), Kryddmæru (majoram) & Savory (kryddplanta af varablómaætt) en þessi kryddblanda einkennir pítusósubragðið. Ástæðan fyrir því að ég tek fram hvað er í kryddblöndunni er að kannski eru fleiri eins og ég sem eiga flest kryddin sín ,,hrein“ og vilja frekar blanda sjálfir til að vita nákvæmlega hvað fer í matinn sinn, sem og að mér finnst sósan bragðast ótrúlega svipað ef ég sleppi kryddmæru og savory (á það oftast ekki til, a.m.k. ekki savory).

HVÍTLAUKS GRILL SÓSA:
Bæti við annað hvort 2 tsk af hvítlauksdufti eða ég gylli hvítlauk í hluta af olíunni sem fer saman við soyamjólkina í byrjun ferlisins. Hvítlaukur er gylltur með því að skera hann í tvennt og leggja á pönnu með olíu, þar til sárið verður gullbrúnt og olían nær að mýkja hann alveg upp í topp, best er að gylla með hýðið á, láta svo kólna og fjarlægja svo úr hýðinu. Mér persónulega finnst þetta meira gúrmé úr gylltum hvítlauk en nota alveg duftið í hallæri og þegar mér liggur á. Gyllti hvítlaukurinn maukast saman við allt í blandaranum ásamt olíunni sem hann var gylltur uppúr.

SINNEPSSÓSA:
Bæti við í lokin 160g sætt franskt sinnep (þá gaf uppskriftin mér 250g af mayjonesi), 10g sykur og 2g dill.

CHILLI MAYJÓ:
Mér finnst best að nota Sambal Oelek chilli mauk en ég hef líka maukað sjálf úr chilli og smá hvítlauk, það er frábært ef maður hefur tíma til að leyfa sósunni að ,,sitja“ smá. Ég hef verið að nota c.a. 40g af Sambal Oelek á móti einni uppskrift af mayjónesi (250g) en það er um að gera að finna þau hlutföll sem hentar manni best sjálfum.

AIOLI:
Droppa einum buff hvítlauk (þessir risastóru) á móti einni uppskrift af mayjónesi (250g), hvítlaukinn sýð ég heilann í hýðinu í 15-20 mín, læt kólna og svo er auðvelt að smokra geirunum úr hýðinu. Svo pressa ég geirana í hvítlaukspressu ofan í mayjonesið. Mér finnst gott að bæta smá salti í þetta.

 

 

 

Njótið vel,
Kveðja Vigdís

 

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *