Gado Gado

Gado Gado er fáránlega auðveldur  indónesískur réttur en svo dásamlega góður, þú þarft ekki að elska hnetusmjör til að finnast Gado gado gott!

Til eru margvíslegar útgáfur af Gado-gado og alls ekki einhver ein rétt, þessi útgáfa finnst mér góð enda flest allt uppáhalds grænmetið mitt í henni!

 

 

 

INNIHALD:

 • 1x rauð paprika
 • Spergilkáls haus
 • 1-2 laukar
 • 2-4 kartöflur eftir stærð
 • 2-4 Gulrætur eftir stærð
 • 3 tsk salt
 • Chilli eftir smekk
 • Hvítlaukur eftir smekk
 • Ponsu olía til steikingar
 • 1 krukka af hreinu hnetusmjöri (varist að það sé auka fita í því eða sykur)
 • 1/2 dós kókoshnetumjólk (c.a. 80-90mL)

 

Mér finnst gott að hafa hrisgrjón með þessum rétti þrátt fyrir að tæknilega séð þýðir staka orðið Gado ,,án hrísgrjóna“, en hey, það er samt gott saman! Svo endilega sjóðið þau með.

 

LEIÐBEININGAR:

Byrjið á að sjóða kartöflurnar í potti. Skerðu gulræturnar í bita ásamt stilknum af spergilkálinu og laukinn. Steiktu upp úr olíu, þegar gulræturnar eru orðnar semi mjúkar, bættu þá paprikunni á pönnuna. Bættu kókoshnetumjólkinni (með vatni úr dósinni) út í og hnetusmjörinu. Leyfðu að sjóða en passaðu að hræra vel í því hnetusmjörið brennur mjög auðveldlega, bættu við vatni eftir þörfum til að sósan sé smá fljótandi. Bætið skornum kartöflum og blómunum af spergilkálinu út í restina og berið fram.

Njótið vel,
Kveðja Vigdís

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *