Vegan Döðlu nammi

INNIHALD:

 • 250g ferskar döðlur
 • 130g vegan smjör
  (ég nota Earh balane organic úr Gló eða Nutana úr Krónunni)
 • 50g púðursykur
 • Poppuð hrísgrjón
  (athugið að ekki allt Rice Crispies er vegan en hægt er að fá í Nettó án D-vítamíns sem er vegan)
 • 250g suðusúkkulaði
 • Smá klumpur af kakósmjöri (má sleppa).

 

LEIÐBEININGAR:

 1. Ég sker döðlurnar frekar smátt (fjarlægi steina ef eru) og bræði saman í pott með vegan smjörinu, skelli svo púðursykrinum út þar til þetta er orðið klístrað og karmelukennt.
 2. Blanda poppuðu hrísgrjónunum saman við og set í form, persónulega set ég bökunarpappír undir (fjölnota) og svo í ísskáp eða frysti.
 3. Bræði súkkulaðið og kakósmjörið saman, gott að byrja á kakósmjörinu því það tekur lengri tíma en súkkulaðið. Kakósmjör kemur ekki í þægilegum einingum til að vigta því er talað um ,,klump“ en það gefur smá mjólkursúkkulaði tilfinningu. Hellið blöndunni yfir þegar botnin er orðinn kaldur og aftur inn í frysti eða ísskáp.
 4. Takið út þegar súkkulaðiblandan er orðin hörð og skerið í kubba.
Njótið vel,
Kveðja Vigdís
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *