Færslur

Kanilsnúðar

Flestir kanilsnúðar eru sjálfkrafa vegan í búðum og bakaríum en heimagerðar uppskriftir eru ótrúlega oft með mjólk, eggjum og smjöri sem er alls ekki nauðsynlegt. Hér er uppskrift frá mömmu heitinni sem er ,,sjálfkrafa“ vegan og fáránlega góðir!

INNIHALDS EFNI:

 • 700gr hveiti
 • 1 1/2 tsk salt
 • 80gr sykur
 • 4 tsk þurrger
 • 4 dl volgt vatn
 • 1 dl jurtaolía

 

KANILSYKURINN:

 • 6 msk sykur
 • 1 msk kanill

Hitið ofninn í 50°C

LEIÐBEININGAR:

Blandið þurrefnunum saman með hrærivél, bætið svo vatninu og olíunni saman við, varlega fyrst og aukið svo hraðan. Degið þarf að hnoða í vel. Látið hefast með rökum klút yfir í 20-30 mínútur.

Fletjið degið út nokkurn vegin kassalaga, stráið kanilsykrinum yfir og rúllið upp í lengju, ég set smá olíu á fyrst en alls ekki nauðsynlegt.

Ég loka kantinum með með vatni og sleppi auka olíunni. Skerið í bita og setjið á bökunarplötu og inn í ofn í 45 mínútur til að hefast meira. Hægt að úða vatni á snúðana 2-3x (mamma gerði það, ég er of löt), takið snúðana út eftir hefun.

Hitið ofninn í 220°C

Bakið í 10-15 mínútur, lengd fer eftir ofnum svo mikilvægt að fylgjast vel með fyrst og skrá tímann á sínum ofni.

Einfaldur kakó, flórsykurs og vatns glassúr er mjög fínn á þessa snúða, en gætið þess að setja ekki á fyrr en þeir eru alveg kaldir, annars lekur glassúrin út um allt. Ég hef líka einfaldlega brætt suðusúkkulaði yfir og leyft að harðna eða gert glassúr með vegan matarlitum.

 

 

Njótið vel,
Kveðja Vigdís

 

Vegan Döðlu nammi

INNIHALD:

 • 250g ferskar döðlur
 • 130g vegan smjör
  (ég nota Earh balane organic úr Gló eða Nutana úr Krónunni)
 • 50g púðursykur
 • Poppuð hrísgrjón
  (athugið að ekki allt Rice Crispies er vegan en hægt er að fá í Nettó án D-vítamíns sem er vegan)
 • 250g suðusúkkulaði
 • Smá klumpur af kakósmjöri (má sleppa).

 

LEIÐBEININGAR:

 1. Ég sker döðlurnar frekar smátt (fjarlægi steina ef eru) og bræði saman í pott með vegan smjörinu, skelli svo púðursykrinum út þar til þetta er orðið klístrað og karmelukennt.
 2. Blanda poppuðu hrísgrjónunum saman við og set í form, persónulega set ég bökunarpappír undir (fjölnota) og svo í ísskáp eða frysti.
 3. Bræði súkkulaðið og kakósmjörið saman, gott að byrja á kakósmjörinu því það tekur lengri tíma en súkkulaðið. Kakósmjör kemur ekki í þægilegum einingum til að vigta því er talað um ,,klump“ en það gefur smá mjólkursúkkulaði tilfinningu. Hellið blöndunni yfir þegar botnin er orðinn kaldur og aftur inn í frysti eða ísskáp.
 4. Takið út þegar súkkulaðiblandan er orðin hörð og skerið í kubba.
Njótið vel,
Kveðja Vigdís

Pönnukökur

Amerískar

INNIHALD:

 • 150g hveiti
 • 2 msk sykur
 • 2 tsk lyftiduft
 • 1/2 tsk salt
 • 300ml vatn
 • 1 msk olía

 

LEIÐBEININGAR:

 1. Sigtið hveitið, sykurinn, lyftiduftið og salitið í stóra skál. Þeytið vatnið, olíuna saman í minni skál.
 2. Gerðu holu í miðjuna á þurrefnunum og hellið vatninu og olíunni saman þar ofan í. Hrærið þar til það hefur blandast vel, athugið að degið verður kekkjótt.
 3. Hitið á pönnu með smá olíu á miðlungs til háum hita.
 4. Setjið degið á pönnuna með ausu, hitið þar til loftbólur myndast og endarnir þorna. Snúið við og eldið þar til hún verður gullinn á hinni hliðinni. Endurtakið með afganginn af deginu 🙂

 

Íslenskar / Crepés

INNIHALD:

 • 200gr Aqua faba (óþeyttur c.a. ein dós)
 • 1 tsk salt
 • 830gr Plöntumjólk
 • 380gr Hveiti

LEIÐBEININGAR:

 1. Blandið vel saman með handrærara.
 2. Prufið að steikja eina, ef að degið rennur ekki auðveldlega til um pönnuna þarf að þynna með meiri mjólk, bætið c.a. matskeið í einu við.
 3. Ef þær verða of ,,crispy” lækkið hitann aðeins.
 4. Ég bæti svo olíu í degið eftir þörfum, til að koma í veg fyrir að þær festist við pönnuna.

Verði ykkur að góðu,
Kveðja Sveinn