Næringarger

Hvað er þetta næringarger sem vegan fólk talar um?
Til hvers er það?
Hvar fær maður svona?

Algeng spurning sem vegan fólk fær er ,,en ger er lifandi, afhverju borðar þú næringarger?” Sannleikurinn er sá að Næringarger er sveppur, veganfólk borðar sveppi eins og flestir. Sjá nánari flokkun með tvínafna kerfinu hér fyrir neðan:

RÍKI: Fungi
FYLKING: Ascomycota
UNDIRFYLKING: Saccharomycotina
FLOKKUR: Saccharomycetes
ÆTTBÁLKUR: Saccharomycetales
ÆTT: Saccharomycelaceae
ÆTTKVÍSL: Saccharomyces
TEGUND: Saccharomyces cerevisiae

 

 

Hér eru svo önnur ríki til samanburðar, Vegan fólk heldur sig eftir bestu getu frá því að neita og nota alls sem kemur úr Dýraríkinu.

BAKTERÍURMonera
EINFRUMUNGARProtista
SVEPPIR, FLÉTTUR OG SKÓFIRFungi
PLÖNTURÍKIÐPlantae
DÝRARÍKIÐAnimalia

 

 

 

EN HVAÐ ER NÆRINGARGER?

Sveppurinn er ræktaður á sykurreyr eða í raun hratinu af sykurreyr, fjarlægður af, þurrkaður og hitaður. Það er ekki nýtanlegt í bakstur. Það er einstaklega næringar ríkt og af því dregur það nafn sitt, á ensku kallast það Nutritional Yeast sem er stundum stytt sem Nooch. Næringarger er semsagt það sem er oft kallað ,,hið fullkomna prótein” þar sem það inniheldur allar 9 nauðsynlegu aminósýrurnar. Það er ekki bara próteinríkt heldur inniheldur einnig fólin sýru, selenium, sink og önnur B-vítamín. Þó það sé ræktað á sykurreyr inniheldur það oftast engann sykur (lesið innihaldslýsingarnar til öryggis). Flestir framleiðendur af Næringargeri bæta svo B12 við. Upptaka fólks á B12 er mjög misjöfn og hefur í raun lítið með næringu að gera heldur líkama hvers og eins, sumir geta borðað dýraafurðir í öll mál, tekið inn B12 bætiefni og samt verið of lág og þurft auka sprautur meðan aðrir (ég t.d.) hækkaði B12 hjá mér með því einu að gerast vegan og bæta næringargeri í matarræðið. (Það virðist t.d. skipta máli hvaða framleiðanda ég nota, hvort það hafi áhrif á magn B12 í blóðinu hjá mér).

En ég persónulega er ekki að borða næringarger því það er svo næringarríkt, nei mér finnst það geggjað gott! Og ég er alls ekki sú eina! Ég viðurkenni fúslega að þegar ég smakkaði það fyrst fannst mér eins og ég væri að borða gullfiskamat, upplifði pínu pappakeim. En um leið og þú bætir smá fitu og salti þá er það golden! T.d. elska ég að poppa pott, setja smá olíu út á, næringarger og poppsalt, eða að setja það yfir pizzu með salti og hvítlauksolíu eða bara út á salat. Það gefur smá svona hnetu/osta keim sem er ómissandi. Ég nota það líka oft í sósur sem ég vil fá smá ostakeim af, en þá er gott að hafa í huga að um leið og þú hitar sveppinn þá taparðu megninu af næringarefnunum.

Það eru eins og er tvær megin gerðir af
næringargeri á markaðnum á Íslandi.

Þessi gerð fæst í Gló & Bónus.

 

 

Þessi fæst í Krónunni, Nettó og heilsuhúsinu.

 

Ég persónulega er hrifnari af þessari seinni þar sem ég sá mun jákvæðari hækkanir á næringarefnum í blóðprufum hjá mér eftir að ég skipti en ég mæli eindregið með að þú látir mæla þig sjálf/ur/t reglulega.

Njótið vel,
Kveðja Vigdís

Linsubaunir

Linsubaunir eru frábærar og auðveldar í eldamennsku þar sem ekki þarf að leggja þær í bleyti deginum áður heldur hægt að setja beint í pott eða út í rétti og sjóða þar. Þessar litlu baunir sem koma í nokkrum litum og gerðum eru frábær næring sem hefur verið neytt af mannfólki í a.m.k. 8.500 ár. Þær nýtast frábærlega vel til að þykkja rétti og súpur fyrir þá sem kjósa að nota ekki mjöl eða sterkju.  Linsubaunir eru ekki bara næringarríkar heldur einnig trefjaríkar ásamt því að innihalda fólat, járn, pótassíum og eru mjög próteinríkar (til samanburðar 100g af linsum inniheldur sambærilegt prótein magn og 134g af nautakjöti) Einnig er vert að taka fram að linsur taka lengri tíma í að hækka blóðsykurinn heldur en sterkjur og eru góðar til viðhalda mettunar tilfinningu.

Puy Linsur

Stundum merktar sem grænar linsur en eru þykkri en grænar og ekki flatar, þær eru góðar í rétti þar sem þú vilt finna smá fyrir baununum þar sem þær maukast ekki eins auðveldlega. Auðvelt að skipta út fyrir brúnar linsur.

 

Brúnar Linsur

Eru áþekkar í lögun og Puy Linsur og því einnig góðar í rétti þar sem þú vilt finna smá fyrir baununum þar sem þær maukast ekki eins auðveldlega. Auðvelt að skipta út fyrir puy linsur.

 

Grænar Linsur

Flatar og ,,disk“ laga, flottar í baunadal eða einfaldlega til að þykkja súpur og  rétti þar sem þær maukast auðveldlega.

Hægt að skipta út fyrir rauðar linsur.

 

Rauðar Linsur

Flottar í baunadal eða einfaldlega til að þykkja súpur og  rétti þar sem þær maukast auðveldlega.

Hægt að skipta út fyrir Grænar linsur.

 

Kveðja Vigdís