Entries by Vigdís

Einfaldar Soyakjöts vefjur

Það er alveg óskaplega einfalt að eiga pakka af Oumph! eða Tzay soyakjöti í frysti en það er líka hægt að græja þennan einfalda hakk rétt í staðinn með soyahakki,linsubaunum eða einfaldlega fallegu íslensku bankabyggi. TORTILLUR: Það er erfitt að vita hvaða ýruefni eru notuð við framleiðslu Tortilla vefja, en SantaMaría fyrirtækið er einstaklega duglegt […]

Hakkréttur með Pintóbaunum

Pintó baunir eru uppáhalds baunirnar mínar fyrir hakkrétti, mér finnst þær svo miklu bragðbetri en nýrnabaunir! Í þessum hakkrétt er einfaldasta gerðin af hakki, frosið hakkað soyjakjöt en ég geri hann mjög oft úr linsubaunum eða einfaldlega fallegu íslensku bankabyggi. Ég hef sett þessa uppskrift í Cronometer og því eru til eitthvað af næringarupplýsingum: 100g […]

Einfaldur Karrý

Klassískur Karrýréttur, okay ekki alveg einfaldasti en hann er bara svo góður! Það er vel hægt að einfalda hann og geri ég það reglulega t.d. með að sleppa sinnepsfræjum, engifer, sætunni og lime leaves, en persónulega finnst mér hann lang bestur svona. Mér finnst líka ótrúlega gott að ofnbaka sætar kartöflur með smá olíu, hvítlauksdufti […]

Soyakjöt í hvítlauk & rauðvíni

Ég er búin að malla allskonar útgáfur af þessum rétt, er eiginlega í miklu uppáhaldi hjá mér og því tilvalið að deila henni með ykkur, er mjög bragðríkur réttur sem hefur verið vinsæll í pálínuboðum. Hérna vafði ég honum innan í Phyllo deig, smurði með matarolíu og bakaði í ofni, fékk því aðeins meiri hátíðarbrag […]

Listin að gera ekki neitt.

Við höfum öll verið börn og flest höfum við á einhverjum tímapunkti hjálpað dýri í vandræðum. Hvort sem það er að hleypa flugu út um gluggann, aðstoðað ánamaðk í mikilli rigningu við að komast á þurrara svæði, eða bjarga litlum kettlingi sem finnst einn úti á vergangi. Það þarf ekki að vera mikið eða stórt […]

Mexikönsk súpa

Það eru allskonar útgáfur til af Mexikó súpum bæði vegan og með dýraafurðum, mér datt því í hug að deila minni útgáfu. Þessi útgáfa er nú frekar einföld og hægt að grípa í hana frosið niðurskorið grænmeti úr frystunum í matvöruverlsunum. INNIHALD – SÚPAN: 1 L Plöntumjólk (Ég nota bláa provamel soyamjólk, finnst hún gefa […]

Auðveldur Smjörbaunaréttur

Afar einfaldur Smjörbaunaréttur sem tekur aðeins 20-30 mín að útbúa, mjög góður með kínóa, hrísgrjónum eða pasta. INNIHALD: 1 Rauð paprika 4-6 tómatar 3 sellerí stönglar 2 gullrætur 1 Rauðlaukur 2 hvítlauksgeirar Salt Hvítvíns edik Matarolía LEIÐBEININGAR: Steiktu laukin upp úr olífuolíu ásamt því að setja pressaðann hvítlaukinn út í, Bættu svo við skornum gulrótunum […]

Næringarger

Hvað er þetta næringarger sem vegan fólk talar um? Til hvers er það? Hvar fær maður svona? Algeng spurning sem vegan fólk fær er ,,en ger er lifandi, afhverju borðar þú næringarger?” Sannleikurinn er sá að Næringarger er sveppur, veganfólk borðar sveppi eins og flestir. Sjá nánari flokkun með tvínafna kerfinu hér fyrir neðan: RÍKI: […]

8 mikilvæg skref að því að gerast Vegan

Fyrir nokkru tók ég þá ákvörðun að gerast Vegan (ísl. Grænkeri) og þótt ég sé ekki orðin neinn meistari langaði mér að deila með ykkur reynslu minni og ráðum ef einhverjum gagnast. Grænkerar eru þeir sem nota ekki dýraafurðir. Hér ætla ég að tala um mataræðisbreytinguna. 1) Vertu viss um afhverju þú ert að taka […]

Kanilsnúðar

Flestir kanilsnúðar eru sjálfkrafa vegan í búðum og bakaríum en heimagerðar uppskriftir eru ótrúlega oft með mjólk, eggjum og smjöri sem er alls ekki nauðsynlegt. Hér er uppskrift frá mömmu heitinni sem er ,,sjálfkrafa“ vegan og fáránlega góðir! INNIHALDS EFNI: 700gr hveiti 1 1/2 tsk salt 80gr sykur 4 tsk þurrger 4 dl volgt vatn […]